Besta og vinsælasta vörutegund reiðhjóla fer eftir því hvar þú ert staddur í heiminum og fer einnig eftir því fyrir hvað þú notar hjólið þitt. Hér eru fimm mismunandi tegundir af hjólum sem eru vinsælar víðsvegar um heiminn.

1. Flying Pigeon

Framleitt í Kína, en þetta er talið vera mest framleiddi fararskjóti allra tíma. Hjólið var í uppáhaldi í Kína undir stjórn kommúnistaformannsins Mao. Talið er að Flying Pigeon hjól hafi verið búin til yfir 500 milljón sinnum. Hjólin eru enn í notkun í Kína í dag og talin einstaklega traust reiðhjól.

2. Hollensk hjól

Hollensk hjól eru framleidd af mörgum ólíkum fyrirtækjum en eru einkennandi af því leiti að þú situr upprétt, frekar en að halla þér framávið eins og á kappreiðahjóli. Þau eru hönnuð fyrir notkun í borgum og nota milljónir hollendinga slík hjól í vinnuna og skóla á hverjum einasta degi. Athyglisverð hollensk reiðhjólavörumerki eru Gazell og G’Twin.

3. BMX Hjól

BMX hjól eru utanvegahjól sem eru vinsæl um allan heim. Þau eru þekkt fyrir góða endingu sína og eru gerð úr ýmsum tegundum af stáli og eru auðkennd af þykkum dekkjum og lágri grind. Til eru fjölmargar týpur sem hafa verið uppfærðar fyrir torfæruvegi, fjallvegi og fyrir kappreiðar.

4. Giant

Í dag er Giant talinn vera vinsælasti framleiðandi reiðhjóla í heiminum. Framleiðslan á kínversku Flying Pigeon hjólunum lækkaði eftir fall kommúnismans og aukinni notkun bíla. Giant selur mikið úrval af hjólum í yfir 50 löndum og eiga verksmiðjur sem framleiða hjólamódel bæði í Asíu og Evrópu.

5. Scott reiðhjól

Ed Scott hóf framleiðslu á Scott-hjólunum árið 1958 og er þau allra helst þekkt fyrir sportlegt útlit og nýjung fyrir almenning sem eru áfestanleg stýri sem kljúfa mótvind vel.

Nú er bara að velja hvaða hjól hentar þér best og þeysast um vegina á farskjótanum.