Tollskrá Trump settur á raf-hjólin

Þó svo að heimspólitíkin virðist oft vera aðskilinn frá lífi venjulegs fólks, varð nýleg aðvörun um verðhækkanir reiðhjóla að áþreifanlegum veruleika í Washington. Nýlegar tollskrár sem kynntar voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta eru byrjaðar að hafa mikil áhrif á reiðhjólaiðnaðinn þar sem búist er við að raf-hjól muni taka mestan toll af öllum tegundunum.

Í lok ágúst munu Bandaríkin byrja að setja tolla

upp að $50 milljarðum á kínverskar vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. Nýju tollskrárnar, sem sumar hafa nú þegar verið kynntar, munu hafa áhrif á bæði venjuleg raf-hjól sem og rafmótorana. Ástæður fyrir þessum áhyggjum liggja í þeirri staðreynd að raf-hjól vekja mestan áhuga innan reiðhjólageirans í Bandaríkjunum. Eftir að hafa selst illa árum saman , höluðu raf-hjólin inn $77 milljónum á síðasta ári og tóku þar með forystu í reiðhjólabransanum. 77 milljónir Bandaríkjadala var næstum tvöfaldar tekjurnar sem fengust eftir söluna árið 2016 sem sýnir styrk raf-hjólamarkaðarins.

Talsmaður samtakana “People for Bikes”, sem hvetja til hjólreiða bæði sem tómstundagaman og sem flutningsmáta, sagði að þau myndu berjast gegn þessum tollskrám með öllum ráðum. Hún sagði að þau myndu vinna náið með bandamönnum iðnaðarins til að sjá til þess að ef tollskráin gangi í gegn muni hún hafa takmörkuð áhrif.

Reiði hefur blossað upp vegna þessara aðgerða og hefur reiðinni verið beint til ríkisstjórnarinnar, þar sem enginn getur útskýrt hvers vegna þessum atriðum virðist hafa verið beint sérstaklega að raf-hjólunum – sér í lagi ef hafður er í huga heilsufars og umhverfislegur ávinningur fyrir Bandaríkjamenn í heild. Gefið var í skyn að tollskráin ætti að vernda nýju mótorhjólin sem gerð eru af Harley Davidson. Hins vegar virðist lítur út fyrir að Harley Davidson hafi einnig fengið skammt af annars konar tollskrá samkvæmt fréttunum sem Donald Trump tilkynnti.