Óvissa um framtíð stöðvalausra leiguhjóla

Í mörgum af vinsælustu borgum heims hafa hjólaleigur með þar til gerðum leigustöðvum á víð og dreif um borgina tíðkast í þónokkur ár. Frægasta leigukerfið er komið frá Bretlandi þar sem borgarhjólaleigan var nefnd eftir borgarstjóra Lundúna á þeim tíma, Boris Johnson; hjólin urðu og eru enn þekkt sem Boris-hjól. Eftir velgengni þessa leigukerfis sem tekið var upp í fjölmörgum borgum, þ.á m. nýlega í Reykjavík, hafa margir leitast við að þróa nýjar leiðir til að hvetja til enn meiri hjólanotkunnar innan borgarmarkanna. Ein slík hugmynd eru stöðvalaus leiguhjól, upphaflega kínversk hugmynd, þar sem hugmyndin er að þú finnir næsta lausa hjól með aðstoð smáforrits og getir síðar skilið það eftir hvar sem er innan borgarinnar eftir notkun í stað þess að skila því á fyrirframgefna stöð. Hinsvegar hefur sú hugmynd ekki gengið eins vel og skildi.

Eftir að hafa verið kynnt í borgum um Bandaríkin og nokkrum í Evrópu virðast vinsældir hjólanna ekki ná fótfestu og framtíð þeirra í óvissu. Gríðarlegur árangur hefur náðst með þetta kerfi í borginni San Diego. Ofo, fyrirtækið sem heldur utan um rekstur stöðvalausra hjólanna, staðfestir að hjólin verða áfram í San Diego þótt þau hafi neyðst til að hætta við rekstur þeirra í öðrum borgum í Bandaríkjunum. Ofo hefur lýst því yfir að þau muni hætta með hjólin í Washington DC, sem var eitt að lykilmarkmiðum fyrirtækisins. Mobike, sem einnig starfar í borginni, hafa tilkynnt um að þau muni líka hætta rekstur sinn þar í borg. Ástæðan er 400 hjóla kvóti sem fyrirtækin nefna að hamli velgengni viðskiptamódelsins.

Dallas er önnur borg þar sem vinsældir þessara hjóla hafa farið hnignandi. Borgin tilkynnti nýlega strangari og dýrari reglugerðir sem fyritækin telja sig ekki geta unnið meðfram og hafa því hætt viðskiptum sínum í þeirri borg. Þetta er vaxandi vandamál í Bandaríkjunum í baráttunni við aukna kolefnislosun og þrátt fyrir að Trump forseti hafi dregið úr harðri baráttu um loftslagssamning í París.