Sem umhverfisvænt land er mikið hvatt til hjólreiða í Reykjavík, höfuðborg Íslands. Á undanförnum árum hefur borgin verið iðin við að leggja fjölmargar hjólabrautir sem gera hjólreiðar um helstu kennileiti borgarinnar auðveldar. Ennfremur ætlar borgin að leggja aðra 30 km af brautum á næstu fimm árum til að gera öllum vegfarendum á tveimur dekkjum kleift að flytja sig frjálslega um. Þrátt fyrir mikla vetrarkulda hefur Reykjavík byltingarkennt hitaveitukerfi sem heldur vegum, gangstéttum og hjólreiðaleiðum auðum, jafnvel í miklu frosti.

Hjólreiðar í höfuðborginni eru afar einfaldar. Með nóg af auðmerktum leiðum og lítilli umferð, er öryggi ekki vandamál þegar þú ferð um á hjóli. Yfirvegað andrúmsloft gerir einnig það að verkum að ökumenn taka mikið tillit til þeirra sem fara um á veginum á reiðhjólum. Smæð borgarinnar gerir það einnig tilvalið að ferðast með reiðhjóli. Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 122.000, sem þýðir að ekki eru langar vegalengdir á milli staða. Ein af vinsælustu og mest spennandi hjólaleiðum í Reykjavík er leiðin að Gróttuvitanum, sem er um það bil 15 mínútna hjólatúr frá miðbænum. Þegar þú ert svo komin þangað er líka auðvelt að halda áfram ferðinni um skagann.

Borgin hefur einnig víðtækt kortlagningarkerfi sem gerir hjólreiðar einfaldar, jafnvel fyrir þá sem ekki þekkja landið. Kerfið er byggt á danskri fyrirmynd og er mjög auðvelt að fylgja. Ef þú hinsvegar villist, munu heimamenn vera meira en fúsir til að aðstoða þig með sinni framúrskarandi kunnáttu í ensku. Það eru líka margar frábærar leiðir sem byrja í borginni og leiða þig í ferðalag að stórbrotnu landslagi landsins, þó að það sé best geymt fyrir heitari sumarmánuðina.

Því er óhætt að segja að það sé vel þess virði að taka hjólið með sér til Íslands, eða leigja hjól og skoða borgina frá sjónarhorni reiðhjólamannsins. Njóttu hjólaferðarinnar vel, hún er engu lík og upplifunin er stórskemmtileg.