Hjólreiðar á Íslandi: Það góða, slæma og ljóta

Ísland er einn helsti áfangastaðurinn ef þú ert að leita að stað til að hjóla. En áður en þú skipuleggur ferðaáætlun þína, þá eru nokkrir þættir sem þú þarft að vita um þetta litla land. Í þessari grein munum við líta á hið góða, hið slæma og ljóta við hjólreiðar á Íslandi.

Eitt af því sem er best við að hjóla á Íslandi eru gróf lög og landslag. Ef þú leitar eftir ævintýri er þetta fullkominn staður til að ferðast til, fullur af hæðum og dölum. Rúsínan í pylsuendanum er 1,300 km hringvegurinn sem hefur verið malbikaður fyrir öryggi ökumanna. Það eru líka yfir 800 hjólreiðaleiðir og nokkur ferðafyrirtæki fyrir hjólreiðamenn, það er sem sagt boðið upp á fjölbreytni.

Annað frábært við Ísland er sumarveðrið. Jafnvel þótt það sé kalt veður nánast allt árið, er sumarið yndislegur tími. Veðrið er mjög hagkvæmt og til að kóróna það allt, þá er sólskin í næstum 24 klukkustundir. Já, klukkan 22:00 er enn ljós þannig að hvaða tími sem er, er hjólreiðatími. Hins vegar eru vindar og stormar harðir svo best er að hafa almennileg og veðurfær tjöld með sér ef þú verður á tjaldstæðum.

Kannski er það besta við Ísland að víða um landið rukka þeir ekki ferðamenn um inngöngu á ákveðin svæði. Það þýðir að þú getur farið í garða og á aðra náttúrulega staði þér að kostnaðarlausu. Aftur á móti er matur og húsnæði, sem og aðrar nauðsynjar mjög dýrar. Til allrar hamingju er hellingur af tjaldstæðum út um allt land, svo þú getur sleppt því að borga dýra hótelreikninga. Reykjavík er með frábært tjaldstæði og rukkar lítið fyrir nóttina. Það góða er að staðurinn er mikið notaður af öðrum hjólreiðamönnum, þannig að ef þú ert ekki með leiðsögn getur þú slegist í för með hinum ferðamönnunum og skemmt þér með nýju fólki.