Einfaldar reiðhjólaviðgerðir og auðveldar lagfæringar á ferðinni

Í hjólaferð er alltaf skynsamlegt að vera tilbúinn fyrir hugsanlegar viðgerðir sem kunna að koma upp á ferðalaginu. Þar sem æskilegt er að hjóla með léttan farangur þarft þú að vita hvaða búnað og varahluti þú ættir að hafa meðferðis. Eitt algengasta vandamálið sem kemur upp er að laga sprungið dekk.

Að laga sprungið dekk

Ef þú ætlar að vera viðbúinn því að laga sprungið dekk, þá eru þetta hlutirnir sem þú þarft.

  • Dekkjaplast
  • Pumpa
  • Skiptilykill
  • Viðgerðarsett fyrir reiðhjóladekk

Einföldustu skrefin

Fyrst þarf að nota skiptilykil til að fjarlægja dekkið af hjólinu, þá getur þú skrúfað ventilinn af.

Næsta skref er að tæma loft úr slöngunni. Gakktu úr skugga um að þú hafir fjarlægt allt loft úr dekkinu.

Þegar þessu er lokið skaltu klípa í dekkið og smeygja dekkjaplastinu meðfram dekkinu svo þú getir losað slönguna út og af felgunni.

Næst dregur þú fram varaslönguna. Ef þú ert ekki með varaslöngu þá þarftu að gera viðgerð með bót á götóttu slönguna. Gakktu úr skugga um að hjólbarðinn og gúmmidekkið séu laus við allskonar aðskotahluti sem gætu hafa komist inn í dekkið.

Setyu nú nýju slönguna eða þessa sem þú hefur gert við aftur inn í dekkið og settu loft í slönguna þannig af þriðjungur slöngunnar sé fylltur. Þetta gerir viðgerðina auðveldari.

Þegar slangan hefur verið færð á sinn stað er hægt að fylla hana með lofti. Athugaðu þrýstinginn með loftmæli og settu síðan dekkið aftur á hjólið.

Nú ætti hjólið þitt að vera reiðubúið fyrir áframhaldandi ferðalag. Gættu þess vel að hafa ávallt bætur með þér eða slöngur til viðbótar. Verði maður svo óheppinn að verða strandaglópur á ferð sinni og er jafnvel fjarri allri byggð þá getur verið erfitt að nálgast aðstoð. Því er best að vera ávallt viðbúinn. Gangi þér vel og góða ferð!