Það skiptir ekki máli hvort þú ert að fara í þitt fyrsta hjólreiðaferðalag eða ert þaulvanur hjólreiðakappi. Það er alltaf skemmtilegt að skipuleggja hvert eitt og einasta hjólaferðalag. Góður undirbúningur er lykillinn að vel heppnaðri hjólaferð.

Útifatnaður

Fötin sem þú klæðist á hjólreiðum er frábrugðinn því sem þú klæðist í öðrum frístundum. Hér eru nokkur grunnatriði sem þú ættir að tryggja að séu meðferðis.

• Öruggan reiðhjólahjálm

• Viðeigandi skófatnað, svo sem fjallahjólaskó

• Aðsniðnir hjólahanskar

• Að minnsta kosti tvö pör af sokkum

• Sólarvörn

• Sólgleraugu

• Stutterma eða síðerma bol og stutt- eða síðbuxur, fer eftir veðri.

Dagfatnaður

Þegar tekið er hlé og stoppað á áfangastað munt þú mögulega vilja skipta um föt. Kannski í eitthvað snyrtilegt eða það sem hentar því hvar þú gistir. Ekki gleyma að hafa nóg af aukafötum sem dugar þeim tíma sem þú verður á ferðinni.

Verkfæri og varahlutir

Þú veist hvers konar hjól þú ferðast á og hvaða verkfæri þú þarft fyrir viðgerð á því hjóli. Þú ættir einnig að hafa með nokkra auka varahluti af þeim sem þú telur líklegast að þú þurfir mest.

Ýmislegt

Ef þú hyggst vera í burtu í meira en einn dag þarftu eftirfarandi atriði.

• Snyrtidót

• Útilegubúnað

• Sjúkrakassa

Vertu viss um að hafa með góðan vatnsbrúsa.

Fjarskiptatæki

Þú ættir ávallt að hafa áreiðanlegt samskiptatæki með þér. Gakktu úr skugga um að þú getir sett tækin þín í hleðslu. Einnig þarftu einhvers konar leiðsögukerfi.

Taka skal saman gátlista fyrir hverja einustu hjólreiðaferð.

Þetta eru helstu atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú ferð í stórt og mikið ferðalag á hjóli. Við hvetjum þig til að fara varlega á ferð þinni og láta vita af þér reglulega. Svo er að sjálfsögðu eitt það mikilvægasta að njóta ferðarinnar og umhverfisins sem þú upplifir á ferðalaginu.