Ef þú ert á Íslandi ættirðu virkilega að hugleiða þann möguleika að ferðast um landið á reiðhjóli en landið hefur upp á marga ótrúlega staði að bjóða. Jafnvel þó að þú sért ekki með reiðhjól til umráða þá eru eftirfarandi staðir einnig aðgengilegir fótgangandi, svo komdu við og skoðaðu þá.

1. Kjölur

Á milli tveggja jökla er vegurinn um Kjöl sem liggur í gegnum hálendið en þetta er virkilega falleg leið til að hjóla og náttúran er einstök. Þetta eldfjallalandslag felur í sér nokkra grófa vegi svo að þú gætir þurft sterkbyggðara fjallahjól með dempurum til að komast þessa leið. En torfærurnar og hristingurinn eru vissulega þess virði.

2. Reykjavík

Þó að sum svæði í Reykjavík séu ekki mjög aðgengileg reiðhjólum þá er samt sem áður nauðsynlegt að minnast á borgina á þessum lista. Borgin er líklega dásamlegasti staðurinn á landinu. Hjólastígur liggur meðfram borginni sem gerir þér kleift að ferðast innan þéttbýlisins. Fjöllin handan flóans eru líklega eitt fallegasta útsýnið sem Reykjavík hefur upp á að bjóða en þú getur upplifað þessa fegurð hvort sem er á hjóli eða fótgangandi.

3. Nesbúð

Nesbúð liggur við bakka Þingvallavatns en við þessa hlið stöðuvatnsins er auðvelt að hjóla. Vegirnir meðfram Mið-Atlantshafshryggnum eru tiltölulega rólegir og bjóða upp á þægilegt og friðsælt ferðalag. Það eru líka margar fallegar gönguleiðir við Nesbúð sem þú gætir haft áhuga á skoða.

4. Svalvogavegur

Svalvogavegur á Vestfjörðum er 49 kílómetra hringleið sem byrjar og endar á Þingeyri. Leiðinni er einnig stundum lýst sem Draumaleiðinni. Vitinn í Svalvogi er þess virði að heimsækja en við vitann liggur líka yndisleg fjara sem þú getur kannað á fæti.

5. Snæfellsnes

Á ysta punkti þessa töfrandi skaga getur þú notið ótrúlegs útsýnis yfir Snæfellsjökul. Á Snæfellsnesi eru líka margir heillandi byggðakjarnar sem gaman er að heimsækja á ferðinni um nesið.