Þegar þú ætlar að halda í hjólaferð eru fullt af hlutum sem þú ættir að pakka fyrir ferðina, sem þýðir að æskilegt er að hafa hjólatösku meðferðis. Á sama tíma og þú reynir að pakka eins léttilega og mögulegt er, þá eru nokkrir mismunandi hlutir sem þú ættir ávallt að hafa meðferðis, eins og:

 • Hjólafatnaður
 • Daglegur fatnaður
 • Tjaldbúnaður
 • Ýmsir aukahlutir
 • Áttaviti og tæki til samskipta
 • Hjólabúnaður og viðgerðartaska

Þú ættir að setja saman lista fyrir hvern mikilvægan hlut sem þörf er á í ferðalagið þitt. Hins vegar, þegar um er að ræða reiðhjólabúnað og viðgerðarhluti ættir þú að hafa þá meðferðis í hverri einustu ferð, hvort sem það er aðeins dagsferð eða lengra ferðalag.

Reiðhjólabúnaður og viðgerðartól

Hugmyndin er að pakka eins litlu og mögulegt er en samt þarftu að vera við öllu búinn. Þú þarft einnig að hugsa um aldur og notkun hjólsins þíns. Ef það er eldri týpa þá gætir þú verið í meiri hættu á að þurfa að standa í viðgerðum á leiðinni. Hugsaðu um algengustu bilanirnar, sem líklegast eru sprungið dekk eða slitin keðja. Hér er stuttur listi yfir nokkuð smágert verkfærasett:

 • Pumpa
 • Ein loftslanga
 • Skiptilykill
 • Límband
 • Plastlásar
 • Bætur
 • Snæri

Íhugaðu fjarlægðina sem þú ætlar að fara og einnig hvort þú munt hafa aðgang að aukahlutum til að skipta um ef þörf er á. Þetta mun einnig hjálpa þér að skipuleggja hverju þú vilt pakka niður af tólum og fylgihlutum. Þú gætir líka viljað taka með þér viðhaldshandbók til að hjálpa þér með ýmsar gerðir af viðgerðum ef þú ert ekki með þær allar á hreinu.

Viðgerðarsett

Í stað þess að pakka niður viðgerðarbúnaði gætir þú viljað skoða tilbúna pakka sem fást í ýmsum stærðum og gerðum. Það er mikilvægt að vera við öllu búinn ef maður strandar á ferðalaginu svo sjáðu til þess að þetta gleymist ekki.